LANDMARK fasteignamiðlun kynnir: Veltusund 3b sem telur alls 484,3 fm, birt stærð skv Fasteignaskrá en fyrir liggja ný skráningartafla og teikningar.
Eignahlutirnir eru skv Fasteignaskrá: 01 0101 Verslun: 59,8 fm, 01 0102 Verslun: 190,6 fm, 01 0201 Skrifstofa: 36,9 fm, 01 0202 Saumastofa: 90,9 fm, 01 0301 Ósamþykkt íbúð: 29,6 fm, 01 0302 Íbúðareign: 76,5 fm
Búið er að endurnýja húsið að langmestu leyti. Húsið sem er þrjár hæðir auk kjallara, stendur við Veltusund við Ingólfstorg og er því frábærlega staðsett.
Eigninni fylgir byggingaréttur á baklóð. Nýtt fullkomið Sprinkler kerfi uppsett í húsinu.
Eldri hluti hússins er byggður 1887 en nýrri hlutinn 1905. Byggingin fellur undir "verndun götumyndar". Húsið er timburhús klætt með liggjandi timburklæðningu. Húsinu er skilað þannig að 2. og 3. hæðir verða fullbúnar en jarðhæðinni eins og hún er í dag, en tveir veitingastaðir eru í rekstri á jarðhæðinni.
Gólfefni og innihurðar eru frá Agli Árnasyni. Blöndunartæki frá Isleifi Jónssyni. Útihurðar eru sérsmíðar, íslenskar.
Upplýsingar veitir Sigurður Samúelsson löggiltur fasteignasali í sima 896-2312 eða ss@landmark.is
-----------------------------------------------------------------------------------