Maltakur 1, Garðabær
Tilboð
Fjölbýlishús
3 herb.
116,6 m2
Tilboð
Stofur
1
Herbergi
3
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
2
Byggingaár
2009
Brunabótamat
35.050.000
Fasteignamat
47.850.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


****NÝTT Á SKRÁ ***
LANDMARK / SMÁRINN og Sigurður kynna: 
Mjög falleg, rúmgóð, björt og vel skipulögð 3ja herbergja, 116,6 fm endaíbúð á 2. hæð með sérinngangi í viðhaldsléttu húsi, klæddu að stóru leyti með bárujárni á fallegum stað í Garðabænum.  Fallegt útsýni yfir Akralandshverfið úr stofu.  Aðeins tvær hæðir í húsinu.

  *** Upplýsingar veitir Ingibjörg Agnes Lgf í síma 897-6717, inga@landmark.is og Sigurður Samúelsson Lgf í síma 896-2312,  ss@landmark.is ***

Forstofa er flísalögð með fataskápum og hita í gólfi.  Þar við hlið er flísalagt þvottahús, einnig með gólfhita, góðri innréttingu og glugga.  Stofan, eldhúsið og borðstofan eru í fallegu opnu rými.  Parket er á gólfum og eikarinnrétting í eldhúsinu sem og hvít sprautulökkuð.  Úr stofu er útgengt á suðvestur svalir með fallegu útsýni til suðvesturs.  Svefnherbergin tvö eru með parketi á gólfum og fataskápum.  Inn af hjónaherbergi er sérbaðherbergi, flísalagt í hólf og gólf með fallegri innréttingu og baðkari.  Aðalbaðherbergið er einnig flísalagt í hólf og gólf með fallegri innréttingu og sturtu.  

Í sameign er sérgeymsla íbúðarinnar ásamt sameiginlegum rýmum.  Sérinngangur er inn í allar íbúðir. 

Virkilega falleg eign þar sem örstutt er í skóla, leikskóla og fjölbrautarskóla. Frábær staðsetning, stutt á Garðatorg og í Smáralindina. 
Senda fyrirspurn vegna

Maltakur 1

CAPTCHA code


Sigurðu Samúelsson
Löggiltur fasteignasali og eigandi -