Dýjagata 2, Garðabær
111.000.000 Kr.
Raðhús
8 herb.
341,5 m2
111.000.000
Stofur
3
Herbergi
8
Baðherbergi
3
Svefnherbergi
5
Byggingaár
2019
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


*** NÝTT SÉRBÝLI Á ÚTSÝNISSTAÐ OFAN VIÐ URRIÐAVATN Í GARÐABÆ - EINSTÖK STAÐSETNING ***

LANDMARK fasteignamiðlun kynnir: Nýtt sérbýli á einstökum útsýnisstað við Urriðakotsvatn.  Útsýni til suðurs, vesturs og norðurs.  Húsið er endaraðhús, alls 341,5 fm með aukaíbúð.  Húsið er steinsteypt, byggt úr forsteyptum einingum, einangrað utan við burðarvegg og klætt með álklæðningu og harðvið.  Öll einangrun utan við burðarvegg.

Að utan verður húsið fullfrágengið, lóð grófjöfnuð og aðkoma og bílaplan með frágengnu yfirborðsefni.  Að innan skilast húsið á byggingastigi 4.

Skipting eignar: Jarðhæð (aukaíbúð) 118,9 fm, 1. hæð: 106,2 fm og 2. hæð: 90,2, Bílskúr: 26,2 fm.  Samtals 341,5 fm.

Miðhæð:  Aðalinngangur hússins.  Þrjú svefnherbergi og sjónvarpsherbergi en þaðan er útgengt á svalir.  Baðherbergi er á hæðinni og geymsla og þvottahús.

Efri hæð: Stofa og borðstofa eru á efri hæð ásamt eldhúsi.  Stórar svalir út frá stofu, sunnan meginn og norðanmegin.  Baðherbergi er á hæðinni og rúmgott svefnherbergi.  

Jarðhæð (aukaíbúð): Möguleiki á séríbúð en tvö rúmgóð svefnherbergi og stór stofa með útgengi út í garð.  Baðherbergi er á hæðinni ásamt geymslu og þvottahúsi.  

Upplýsingar veitir Sigurður Samúelsson Lgf í síma 896-2312 eða ss@landmark.is
--------------------------------------------------------------

 

Nánari skilalýsing:

Almenn lýsing.
 
Húsið er tveggja, til þriggja, hæða raðhús. Guðrún Fanney Sigurðardóttir, FAÍ, er arkitekt hússins og aðalhönnuður. Samkvæmt skipulagsskilmálum svæðisins, þá tekur hönnun húsa mið af og er til samræmis við hönnun húsa að Bæjargötu 11-19.
 
Húsið er steinsteypt, byggt úr forsteyptum einingum, einangrað utan við burðarvegg og klætt með álklæðningu og harðvið.  Öll einangrun er utan við burðarvegg.
 
Að utan verður húsið fullfrágengið, lóð séreignar grófjöfnuð, sameiginleg lóð, það er; aðkoma og bílaplan, með frágengnu yfirborðsefni. 
 
Um eignirnar verður gerður eignaskiptasamningur sem er í vinnslu.
 
Húsið verður afhent á byggingastigi 4, sem kallast fokheldi.
Hvað nokkur atriði varðar er gengið lengra en byggingastig 4 segir til um, má þar nefna: a) frágangur á lóð er varða stoðveggi, sem allir eru frágengnir b) hluti óberandi innveggja eru komnir, með tilheyrandi rafmagnslögnum  c) endanleg klæðing verður sett á svalagólf. d) endanlegt yfirborðsefni verður komið á bílaplan og aðkeyrslu frá Bæjargötu.  e) húsin verða fullbúin að utan.
 
Ytri frágangur.
 
Grunnur og plata.
Sökklar eru járnbentir steinsteyptir og einangraðir að utanverðu. Á efri hæðum er gert ráð fyrir að gólfhiti verði lagður í anhydrit gólfílögn og er það kaupanda að sjá um þann verkhluta en á neðri/neðstu hæð og í bílskúr er gólfhiti steyptur í plötu fyrir afhendingu. 
 
Útveggir og burðarveggir.
Allir veggir eru forsteyptir úr einingum frá Loftorku. Útveggir eru einangraðir að utanverðu og klæddir með áli/harðvið, í samræmi við hönnun arkitekts.  Innveggir eru forsteyptir.   
Þak, Þakkantur og svalir
Þak er hallandi að hluta og er þakhalli 15 gráður. Slétt þak verður lagt asfaltpappa og einangrað með 200 mm útieinangrun og síðan hörpuð möl ofan á.
 
Hallandi þak er borðaklætt sperruþak með þakull klætt þakpappa og aluzink.
Þakkantur frágenginn samkvæmt teikningu hönnuðar.  Fallvörn á svölum er úr hertu öryggisgleri, svalagólf verður lagt asfalt-pappa með viðarborðum sem yfirborðsfrágangi.
 
Gluggar og hurðir.
Gluggar og hurðir eru ál/tré frá Rationel í Danmörku, innflytjandi er Húsasmiðjan.  Opnanleg gluggafög eru úr timbri með loftræsti álklæðningu.  Opnanleg fög eru með brautarlömum og tveggja punkta læsingum.
 
Gler.
Gler er tvöfalt flotgler og öryggisgler þar sem það á við, skv. byggingareglugerð, t.d. í hurðum og í gólfsíðum gluggum.
 
 Frágangur á lóð.
Veggir/stoðveggir innan lóðar eru steyptir.  Bílastæði eru hellulögð fyrir framan bílskúr og innkeyrsla og plan er malbikað/bundið slitlag.  Snjóbræðsla er undir innkeyrslu og bílaplani. Ruslageymsla er úr forsteyptri einingu.
 
Innri frágangur.
 
 Veggir og loft.
Húsin eru seld á byggingastigi 4.  Þeir innveggir sem ekki eru frágengnir nú þegar fylgja síðari verkhlutum og eru áætlaðir léttir (gips/viður).
 
Neysluvatnslagnir.
Hita og neysluvatnslagnir eru samkvæmt teikningu hönnuðar. Frágengnar að því marki sem skilgreinist við bst. 4.
 
Hitalagnir.
Gólfhiti verða samkvæmt teikningu lagnahönnuðar.  Gólfhitalagnir eru steyptar í plötu á neðri/neðstu hæð hússins og í bílskúr, á efrihæð verða lagnirnar lagðar í anhydrit-ílögn, sá frágangur er ekki innifalinn í verkframvindu að bst. 4. Bráðabirgða tenging verður fyrir plötu neðstu hæðar. Stýrikerfi fyrir gólfhita er ekki innfalið.
 
Raflagnir og lýsing.
Vinnurafmang og ljós verða tilbúin við afhendingu.
Raflagnir eru samkvæmt teikningu hönnuðar, Þorsteini Pálssyni hjá Ares ehf.
Frágangur raf- og boðlagna er til samræmis við byggingastig 4.
Rafmagnshönnun miðar við að í húsunum verði hússtjórnarkerfi/ljósastýringakerfi, það er kaupanda að taka lokaákvörðun um útfærslu.
 
Innréttingar, tæki og flísar.
Engar innréttingar fylgja húsinu þar sem það er afhent við fokheldi, þ.e. bst. 4..
 
Skipulagsgjald.
Kaupandi greiðir 0,3% skipulagsgjald af væntanlegu brunabótamati á eigninni, þegar það verður lagt á.
 
Breytingar.
Óski kaupandi eftir breytingum á frágangi hússins skal það gert skriflega og sérstaklega um það samið.
  
Beri teikningum um útlitt og frágang hússins ekki við skrifaðan texta, ræður hinn skrifaði texti.
 
Annað en framtalið fylgir ekki með í kaupunum.
 
Senda fyrirspurn vegna

Dýjagata 2

CAPTCHA code


Sigurður Samúelsson
Löggiltur fasteignasali og eigandi -