Sundlaugavegur 29, Reykjavík
109.500.000 Kr.
Raðhús
6 herb.
231,7 m2
109.500.000
Stofur
2
Herbergi
6
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
4
Byggingaár
1978
Brunabótamat
72.870.000
Fasteignamat
97.300.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


*** EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI***

LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN OG ÁSDÍS RÓSA LGF. KYNNA Í EINKASÖLU: Fallegt endaraðhús á pöllum ásamt bílsúr á rólegum stað í Laugardalnum. Samtals 231,7 fm við Sundlaugarveg 29. 4 svefnherbergi, rúmgóðar stofur og lokaður garður með sólpalli og gróðurhúsi. Möguleiki að hafa 6 svefnherbergi.


Komið er inn í flísalagða forstofu, þaðan er gengið inn í fallegt opið rými eldús og borðstofu sem myndar skemmtilega miðju hússins. Eldhús er endurnýað með hvítri innréttingu og fallegum stein á borðum. Mjög óvenjulegur kringlóttur þakgluggi er á borðstofunni sem hleypir mikilli birtu inn.
Svefnherbergi er á hæðinni auk gestasalernis sem er endurnýjað.

Gengið er upp stiga í stofuna sem er parketlögð. Búið er að byggja yfir svalirnar og fjarlægja gamla útvegginn. Yfirbyggingin endurbyggð 2009.
Á þessum palli er einnig barnaherbergi. Þar er arinn sem búið er að loka fyrir en hægt að opna aftur.

Á jarðhæð er hjónaherbergi með fataherbergi og sjónvarpsstofa sem áður voru 2 barnaherbergi. Þaðan er gengið út í fallegan og skjólgóðan garð. Garðurinn er með nýlegum palli og gróðurhúsi fyrir matjurtir.

Á neðsta pallinum eru þvottahús, geymsla, baðherbergi, barnaherbergi og forstofa.

Bílskúr er endabílskúr í bílskúralengju. Hann er með gluggum og gönguhurð sem opnast út í garðinn.

Frábær fjölskyldueign á barnvænum stað í Laugardalnum. Stutt í alla þjónustu og útivistarsvæði. Í dag eru 4 svefnherbergi í húsinu en möguleiki er að breyta sjónvarpsstofu í 2 herbergi í viðbót.

*** Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali netfang:  asdis@landmark.is eða í síma: 895-7784 ***
 
Senda fyrirspurn vegna

Sundlaugavegur 29

CAPTCHA code


Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir
Löggiltur fasteignasali -