Grandavegur 42A , Reykjavík
84.900.000 Kr.
Fjölbýlishús
3 herb.
130,6 m2
84.900.000
Stofur
1
Herbergi
3
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
2
Byggingaár
2016
Brunabótamat
50.980.000
Fasteignamat
66.100.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN 512.4900 KYNNIR:
SAMÞYKKT KAUPTILBOÐ LIGGUR FYRIR Í EIGN SEM ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI.

GÓÐ EIGN Á FRÁBÆRUM ÚTSÝNISSTAÐ.
Um er að ræða stórglæsilega þriggja/fimm herbergja 165.9 fm endaíbúð á 3.hæð með gluggum á þrjá vegu og tvennum yfirbyggðum svölum sem að mælast 35.1 fm og nýtast sem framhald af stofurými.
Heildargólfflötur eignar er því 165.9 fm og skiptist í íbúðarrými 130.8 fm og lokaðar svalir 35.1 fm.
Svalirnar snúa í norður og suður, og er fallegt óhindrað útsýni til sjávar af norður-svölum.
Vandaðar innréttingar, tæki og gólfefni í íbúð. Íbúðinni fylgir stæði í lokaðri bílgeymslu.


Upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Þórarinn Thorarensen lögg.fast. s. 770-0309 eða th@landmark.is


Íbúð skiptist í:
Forstofu/anddyri, stofu, borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, tvennar yfirbyggðar svalir (12.7 & 22.4 fm), sérgeymslu í kjallara og stæði í bílgeymslu.

Nánari lýsing á eign:

Forstofa/anddyri með fataskáp, fallegur spegill er á vegg.
Stofa, borðstofa og eldhús renna saman í eitt opið rými og er eldhúseyja í miðju alrými sem skilur af stofur.
Eldhúsinnrétting er frá HTH spónlögð með brúnleitum spón, borðplata er 20 mm þykkur kvartsteinn, öll tæki í eldhúsi eru frá AEG og er spanhelluborð í innréttingu, blástursofn og örbylgjuofn í innréttingu, snyrtilegur gufugleypur ofan við eldhúseyju, kæliskápur með frysti og uppþvottavél bæði frá frá AEG eru innfelld í innréttingu og fylgja með í kaupum. Innbyggð kaffivél er í innréttingu sem mögulegt er að kaupa með íbúð.
Stofurými er mjög bjart og skemmtilegt, flísalagðar aflokaðar svalir sitthvorumegin við stofur sem nýtist sem stofurými og eru rennihurðar út á svalirnar, búið er að setja upp hitara í loft á svölum og rafdrifnar gardínur í glugga.
Tvö svefnherbergi og er hjónaherbergi mjög rúmgott með góðum fataskápum, barnaherbergi er nýtt sem skrifstofa í dag.
Baðherbergi eru tvö í íbúðinni, aðalbaðherbergi er með WALK-IN sturtuklefa, vegghengt salerni, vaskur með góðri skápainnréttingu, handklæðaofn, á baðherbergi er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara í góðri innréttingu með rennihurð að framan og inn í þeirri innréttingu er einnig skolvaskur. Gestabaðherbergið er með vegghengdu salerni og vask-innréttingu.
Bæði baðherbergin með fallegum flísum á gólfi og veggjum frá Parka og vönduðum HTH innréttingum, borðplata er 20 mm þykkur kvartsteinn sá sami og er í eldhúsi.
Sérgeymsla er í kjallara með góðri lofthæð. Íbúðinni fylgir bílastæði, komin er lagnaleið fyrir rafmagn  að bílastæði í bílgeymslu.
Sameiginleg hjóla/vagnageymsla í kjallara og í efri bílageymslu eru sérmerkt gestastæði. 
Gólfefni: Vönduð gegnheil Reykt-eik parket og flísar á gólfum íbúðar.


-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali gsm: 6900.820 eða sveinn@landmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Grandavegur 42A

CAPTCHA code


Þórarinn Thorarensen
Löggiltur fasteignasali og eigandi -