Kirkjuland JÖRÐ , Kjalarnes
Tilboð
Einbýlishús
9 herb.
379,2 m2
Tilboð
Stofur
1
Herbergi
9
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
8
Byggingaár
1973
Brunabótamat
85.070.000
Fasteignamat
56.805.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN OG SVEINN EYLAND LGF KYNNA:
Um er að ræða mjög áhugaverðan fjárfestingarkost á Kjalarnesi sem samanstendur af ca. 212 fm einbýlishúsi með bílskúr sem er innréttaður sem studíóíbúð, 167.2 fm hesthúsi og vélageymslu.
Eins er skráð 75.6 fm hesthús á lóð sem að búið er að fjarlægja.
Eignirnar standa á 62541 fm eignarlóð og er mjög stór hluti lóðar í rækt og nýtanlegt.
Tilvalin eign fyrir hesta/útivistarfólk og eins eru góðir möguleikar til staðar með leigutekjur.

EINBÝLISHÚS OG STUDÍÓÍBÚÐ ER Í LEIGU Í DAG MEÐ GÓÐUM LEIGUTEKJUM.
FASTEIGNAMAT ÁRSINS 2020 KR. 63.438.000.-

Upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900.820 eða sveinn@landmark.is
Þórarinn Thorarensen lögg.fasteignasali s. 7700.309 eða th@landmark.is


Einbýlishús skiptist í:
Forstofu, sjö svefnherbergi, baðherbergi, stofu/borðstofu, eldhús, þvottaherbergi, tvöfaldan bílskúr sem að búið er nýlega að breyta í snyrtilega studíóíbúð.
Mjög rúmgott alrými er bakatil við húseign.
Góð verönd til vesturs út frá húsi og er steyptur skjólgóður veggur með gluggum í á þeirri hlið, útihús þar sem að búið er að setja upp sturtuaðstöðu og eins er heitur pottur á verönd.

Nánari lýsing á einbýlishúsi:
Forstofa með flísum á gólfum og er gestabaðherbergi innaf forstofu og eins er eitt herbergi við forstofu.
Herbergjagangur og innaf gangi er rúmgott baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, sturtuklefa, baðkar og speglaskápur er á vegg ofan við vask.
Þrjú svefnherbergi eru innaf herbergjagangi og er fataskápur í hjónaherbergi.
Rúmgott eldhús með rúmgóðri eldhúsinnréttingu, rúmgóður borðkrókur.
Þvottaherbergi innaf eldhúsi. Úr eldhúsi er inngengt í rúmgott og bjart alrými og þaðan er útgengt í baklóð.
Bílskúr er í dag innréttaður sem studíóíbúð með eldhúskrók sem er opið inní alrými, baðherbergi sem að er mjög snyrtilegt með sturtuklefa, innréttingu í kringum vask, handklæðaofn og innrétting undir vask og veggskápur. Rúmgott rými þar sem að hitagrind hússins er og er þar tengi fyrir þvottavél og þurrkara.

Vélageymsla og hesthús er ofan við einbýlishús og er góð aðkoma að því, innkeyrsluhurð er inní vélasal sem er með góðri lofthæð,
kaffistofa er innaf vélarsal, hesthús er rúmgott með pláss fyrir 11 hesta, sér hnakkageymsla er í hesthúsi.
Húseignir líta allar mjög út að utan og er búið að klæða einbýlishús að hluta með bárujárni.
Gólfefni: Parket, harðparket, flísar og dúkur er á gólfum eignar.

Hestagerði er á lóðinni frraman við hesthús, lækur rennur í gegnum jörðina, búið er að útbúa góða heimkeyrslu að húseign og er skjólgóður gróður í kringum húseign.
Lítill hænsnakofi er við hlið hesthúss.

**ATH AÐ EIGANDI SKOÐAR AÐ TAKA 3JA/4RA HERBERGJA ÍBÚÐ UPPÍ EIGN**


-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali gsm: 6900.820 eða sveinn@landmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Kirkjuland JÖRÐ

CAPTCHA code


Sveinn Eyland Garðarsson
Löggiltur fasteignasali og eigandi -