Ásbraut 1A, Kópavogur
94.900.000 Kr.
Sérhæð
3 herb.
147 m2
94.900.000
Stofur
1
Herbergi
3
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
2
Byggingaár
2019
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN 5124900 KYNNIR : OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 17.NÓVEMBER KL.13.00-13.30
OPIN OG BJÖRT 147.FM PENTHOUSE ÍBÚÐ Í EINSTAKLEGA GLÆSILEGU ÞRÍBÝLISHÚSI MEÐ MIKLU ÚTSÝNI. SÉRSMÍÐAÐAR INNRÉTTINGAR OG VÖNDUÐ TÆKI. TVÖ SVEFNHERBERGI, HITI Í GÓLFUM OG NÁNAST ÖLLUM AKSTURS OG GÖNGULEIÐUM. TVENNAR SVALIR, SÉRMERKT BÍLASTÆÐI

Allar nánari upplýsingar um eignina og bókun á skoðunartíma veitir:
Nadia Katrín lögg.fasteignasali, sími 6925002 eða nadia@landmark.is
Ásdís Rósa lögg.fasteignasali, sími 8957784 eða asdis@landmark.is


Nánari lýsing :
Komið er inn í flísalagt anddyri með ljósum gólfflísum og fataskápum úr reyktri eik. Eldhúsið er opið inni í stofuna með sérsmíðuðum innréttingum frá HTH og fallegri eldunareyju. Heimilistækin eru frá AEG og fylgja uppþvottavél og ískápur með eigninni.  Úr stofu er gengið út á tæplega 53.fm útsýnissvalir. Vandað 12.mm harðparket er á alrýminu og svefnherbergjunum. Baðherbergið er með vegghengdu salerni, baðkari og sturtu með hitastýrðum blöndunartækjum. Hreinlætistækin er frá Laufen og blöndunartækin frá Grohe. Þvottaherbergið er með hvítri innréttingu. Geymslur og sameiginleg rými eru á fyrstu hæð. Svefnherbergin eru bæði með hvítum fataskápum. Útgengi á tvennar svalir úr stofu og eldhúsi.  Við hönnun húsanna var einblínt á gott skipulag, vandað útlit og að halda viðhaldi í lágmarki. Lyfjaskápur, reykskynjari, slökkvitæki og eldvarnarteppi fylgja hverri eign.

Frábær staðsetning í rótgrónu hverfi í hjarta Kópavogs. Stutt í alla þjónustu og afþreyingu og á stofnæðir í allar áttir sem og í frábærar gönguleiðir í Fossvoginum.
Senda fyrirspurn vegna

Ásbraut 1A

CAPTCHA code


Nadia Katrín Banine
Löggiltur fasteignasali -