Flúðasel 83 , Reykjavík
79.900.000 Kr.
Raðhús
8 herb.
231,7 m2
79.900.000
Stofur
3
Herbergi
8
Baðherbergi
3
Svefnherbergi
5
Byggingaár
1976
Brunabótamat
73.210.000
Fasteignamat
63.850.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN 512.4900 KYNNIR:

Um er að ræða mjög vel skipulagt miðju-raðhús á 3.hæðum alls 231.7 fm auk stæðis í lokaðri bílgeymslu á þessum vinsæla stað í Seljahverfinu í Breiðholti.
Suður-garður með skjólgóðri verönd og tvennar svalir til suðurs á húseign, óhindrað útsýni er af svölum til suðurs og vesturs.
Frábær eign fyrir stórfjölskylduna og er sér íbúð í kjallara með góðum leigutekjum sem er í útleigu til 30.sept 2020.
Stutt er í skóla, leikskóla, íþróttar og útivistarsvæði, stofnbrautir.


Upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900.820 eða sveinn@landmark.is
Þórarinn Thorarensen lögg.fasteignasali s. 7700.309 eða th@landmark.is

Eign skiptist í:
Tvær forstofur, hol, eldhús, tvær stofur, borðstofu, fimm svefnherbergi, þrjú baðherbergi, þvottaherbergi, geymslu, köld geymslu undir tröppum og stæði í lokaðri bílgeymslu.
Skjólgóð suður-verönd, suður-garður og tvennar svalir til suðurs.

Nánari lýsing á eign:
Á aðalhæð er komið inní forstofu með fatahengi. Innaf forstofu er snyrtilegt og endurnýjað gesta-baðherbergi.
Hol þaðan sem gengið er í önnur rými eignar og er stigi úr holi uppá efri hæð og eins niður á neðri hæð (er lokað á milli í dag en auðvelt að opna).
Eldhús er rúmgott og endurnýjað með snytilegri hvítri eldhúsinnréttingu með efri og neðri skápum og eru flísar á vegg milli skápa, góður búrskápur er í enda eldhúss,
innbyggð uppþvottavél í innréttingu sem fylgir með í kaupum.
Stofa og borðstofa er eitt opið og bjart rými og er útgengt á rúmgóðar suður-svalir úr stofu.
Steyptur stigi er uppá efri hæð þar sem komið er inná hol.
Fjögur svefnherbergi eru á hæðinni og er fataherbergi innaf hjónaherbergi, fataskápar í herbergjum og útgengt er á rúmgóðar suður-svalir úr hjónaherbergi.
Mjög rúmgott og endurnýjað baðherbergi með flísum á gólfi og í kringum vegghengt salerni, rúmgóður WALK-IN sturtuklefi sem er með flísum á veggjum, góð innrétting með skúffum undir vask, handklæðaofn, tengi er fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi.
Stigi er úr holi aðalhæðar niður í kjallara og þar er mjög rúmgóð 2ja herbergja íbúð með sérinngangi, þvottaherbergi og geymsla.

Íbúð í kjallara:
Sérinngangur
er í íbúð í kjallara þar sem komið er inn í forstofu, hol þaðan sem gengið er í önnur rými íbúðar.
Innaf forstofu er rúmgott þvottaherbergi með glugga. Svefnherbergi með glugga, ekki er fataskápur í herbergi.
Geymsla er innaf holi og er léttur veggur á milli geymslu og herbergis þannig að mögulegt er að stækka herbergi.
Gengið er niður eitt þrep og er þá komið niður í alrými sem er stofa/borðstofa og eldhús, með nýrri eldhúsinnréttingu. Úr stofu er útgengt á skjólgóða afgirta suður-verönd.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, sturtuklefa, klósetti og vask, skápur á baðherbergi.
Sérstæði er í lokaðri bílgeymslu framan við hús, rafdrifin bílskúrshurð og er sérþvottaaðstaða í bílageymslu.

Búið er að endurnýja eldhús, baðherbergi og gólfefni að hluta í aðalíbúð og endurnýjað eldhús er í íbúð í kjallara.
Þakjárn og sperrur var endurnýjað fyrir nokkrum árum eins var skólp myndað og var það allt í góðu lagi. Gluggar og gler á suðurhlið efri hæðar er nýtt og eins tvær svalahurðar.
Gólfefni: Parket, flísar, plastparket á gólfum eignar.


-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali gsm: 6900.820 eða sveinn@landmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Flúðasel 83

CAPTCHA code


Sveinn Eyland Garðarsson
Löggiltur fasteignasali og eigandi -