Strikið 10 , Garðabær
53.900.000 Kr.
Fjölbýlishús
2 herb.
92,8 m2
53.900.000
Stofur
1
Herbergi
2
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
1
Byggingaár
2006
Brunabótamat
32.000.000
Fasteignamat
45.350.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN 512.4900 KYNNIR:
**LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING**

Um er að ræða rúmgóða, bjarta og vel skipulagða 2ja herbergja 92.8 fm. íbúð á þriðju hæð með yfirbyggðum svölum í lyftufjölbýli.
Íbúð er fyrir 60 ára og eldri í Sjálandi í Garðabæ.
Íbúðarrými er 88.7 fm og sérgeymsla í kjallara 4.1 fm. Falleg eign á þessum eftirsótta stað í Garðabæ.
Inngengt í gegnum kjallara í Jónshús þar sem Félag eldri borgara í Garðabæ hefur aðsetur sínar í húsinu.
Hjúkrunarheimilið Ísafold er að Strikinu 3 með ýmsa þjónustu.


Upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900.820 eða sveinn@landmark.is


Eignin skiptist í:
Forstofu, svefnherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi, þvottaherbergi, geymsla innan íbúðar og sérgeymsla í kjallara.
Hlutdeild í húsvarðaríbúð á Strikinu 2-12 og rúmgóðum samkomusal á 1. hæð.

Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu með góðum fataskáp og eins er lítil geymsla innaf forstofu.
Svefnherbergi er rúmgott með tvöföldum fataskápum og er inngengt úr svefnherbergi inná baðherbergi.
Eldhús og borðstofa renna saman í eitt rými og er eldhús aðskilið frá borðstofu með eyju, snyrtileg eikarinnrétting í eldhúsi með efri og neðri skápum, gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu. 
Útgengi úr borðstofu á 9 fm austur-svalir sem að búið er að loka af með glerprófílum og nýtast svalir vel sem setustofa, svalir eru ekki í heildar fermetratölu.
Stofa er rúmgóð og björt innaf eldhúsi.
Baðherbergi er rúmgott með WALK-in sturtuklefa með glerskilrúmi, innrétting með skáp í kringum vask, handklæðaofn, flísar á gólfum og veggjum.
Þvottaherbergi er innan íbúð og er ágætis innrétting þar sem að er sett í vinnuhæð fyrir þvottavél og þurrkara.
Sérgeymsla er í kjallara sem fylgir íbúð.
Gólfefni: Eikarparket og flísar á gólfum eignar.

Bílastæði eru malbikuð og hellulögn við innganga. Inngangar og aðkeyrsla í bílskúra er með snjóbræðslu.
Stutt er í þjónustu við íbúa þar á meðal er innangengt í félags og þjónustumiðstöðina Jónshús sem er í Strikinu 6.


-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali gsm: 6900.820 eða sveinn@landmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Strikið 10

CAPTCHA code


Sveinn Eyland
Löggiltur fasteignasali og eigandi -