Háaleitisbraut 145 , Reykjavík
85.900.000 Kr.
Raðhús
6 herb.
213,2 m2
85.900.000
Stofur
2
Herbergi
6
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
5
Byggingaár
1965
Brunabótamat
65.170.000
Fasteignamat
84.100.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN 512.4900 KYNNIR:
EIGNIN GETUR FENGIST AFHENT VIÐ KAUPSAMNING.


Um er að ræða vel skipulagt 213.2 fm endaraðhús á tveim pöllum ásamt bílskúr á mjög góðum stað á miðju höfuðborgarsvæðinu.
Húsið er í 3ja húsa lengju og eru bílskúr sambyggðir lengju í enda innkeyrslu.
Húseign hefur fengið mjög gott viðhald í gegnum tíðina og er í ágætis standi en heldur upprunanlegt að innan s.s innréttingar, hurðar o.fl.

BÓKAÐU SKOÐUN HJÁ FASTEIGNASÖLUM:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900.820 eða sveinn@landmark.is
Þórarinn Thorarensen lögg.fasteignasali s. 7700.309 eða th@landmark.is

Eignin skiptist í:

Forstofu, hol/gang, stofu, borðstofu, eldhús, aðal-baðherbergi, gesta-baðherbergi, fjögur svefnherbergi, þvottaherbergi, rúmgott herbergi í kjallara og bílskúr.
Suður garður og er skjólgóð suður-verönd með eign og þar stendur lítið gróðurhús. Góð bílastæði eru framan við hús.

Nánari lýsing á eign:
Komið er inn í aflokaða forstofu og er inngengt í þvottaherbergi úr forstofu.
Hol/gangur með björtum loftgluggum og þaðan er gengið í önnur rými eignar.
Gengið er upp tvö þrep og komið í opna og bjarta stofu, aukin lofthæð í stofu og arin hlaðin með Drápuhlíðargrjóti.
Borðstofa er í framhaldi af stofurými og er útgengt úr borðstofu í suður-garð um verönd.
Eldhús er í miðjurými eignar og er nokkuð rúmgott, eldri innrétting með efri og neðri skápum, tengi fyrir uppþvottavél í innréttingu.
Aðalbaðherbergi er rúmgott með flísum á gólfi og veggjum, baðkar og ágætis innrétting með innbyggðum skápum, stór þakgluggi er á baðherbergi sem gefur góða birtu inn í rými.
Gestabaðherbergi er innaf holi/gangi og er með flísum á veggjum.
Fjögur svefnherbergi og eru innbyggðir skápar í herbergjum, eitt herbergið hefur verið notað sem skrifstofa s.l. ár.
Rúmgott þvottaherbergi er innaf forstofu og er einnig sérinngangur í það utan frá.
Úr þvottaherbergi er stigi niður í ca. 28 fm herbergi með gluggum, flísar á gólfum í kjallara.
Bílskúr er í lengju við enda raðhúsalengju.
Gólfefni: Teppi, flísar, dúkur og parket er á gólfum eignar.

Eign sem bíður uppá mikla möguleika og eru allir milliveggir í húsi meira og minna léttir veggir.
Eign hefur fengið nokkuð gott viðhald í gegnum tíðina og er aðeins einn eigandi að húsinu frá því að það var byggt.
Búið er að skipta um hluta af þakjárni árið 2015, settur var drendúkur við suður og austurhlið hússins fyrir nokkrum árum og var hús málað að utan sumarið 2019 að undanskilinni austurhlið húss.
Ofnalagnir í húsi eru utanáliggjandi og voru endurnýjaðar fyrir ca. 15 árum. Gluggapóstar og útihurðar eru úr harðvið.


-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali gsm: 6900.820 eða sveinn@landmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Háaleitisbraut 145

CAPTCHA code


Sveinn Eyland Garðarsson
Löggiltur fasteignasali og eigandi -