Aðalstræti 24, 999 Óþekkt
Tilboð
Atvinnuhús/ Verslunarhúsnæði
5 herb.
492 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1935
Brunabótamat
209.000.000
Fasteignamat
38.850.000

Landmark fasteignamiðlun kynnir: Atvinnu- og fjárfestingatækifæri á Ísafirði!

Til sölu er hið eina sanna Gamla bakarí á Ísafirði sem staðsett er í hjarta Ísafjarðarbæjar, en bakaríið hefur verið í rekstri sömu fjölskyldu frá stofnun þess árið 1871. Auk vörumerkis fylgir með í kaupum 492,6 fm fasteign ásamt öllum tilheyrandi búnaði sem þarf til áframhaldandi reksturs á bakaríinu.

Gamla bakaríið ásamt fasteign selst með öllum uppskriftum bakarísins, innréttingum, húsgögnum, vinnuvélum og tækjum í verslun og vinnslusal, þ.á.m. borðum og stólum í sal, borðbúnaði, kælum, brauðskurðavélum, kaffivélum, kæliborði, öllum tækjum og tólum í vinnslusal, s.s. uppsláttuvél, hrærivélum, fyrstiskápum, hefskápum, sérhæfðum bakstursofnum, vinnuborðum o.fl. skv. fyrirliggjandi tækjalista. 

Birt stærð fasteignarinnar er 492,6 fm skv. skráningu Þjóðskrá Íslands og skiptist í 160,5 fm verslun á fyrstu hæð (merkt 0101), 185,6 fm vinnslusal/bakarí á annarri hæð, og 140,9 fm vörugeymslu í kjallara (merkt 0001), auk 5,6 fm sorpgeymslu á fyrstu hæð (merkt 0102).

Gamla bakaríið stendur á mótum Aðalstrætis og Hafnastrætis við torgið í hjarta Ísafjarðarbæjar. Gott aðgengi er að bakaríinu og er einnig hægt að nýta stéttina fyrir framan á góðviðrisdögum. Komið er inn í verslun og sal sem rúmar um 30 manns í sæti. Bakatil er gott opið rými og skrifstofa ásamt öðrum inngangi. Kjallari er að langmestum hluta geymslurými þar sem lofthæð er 220 cm að mestum hluta. Á annarri hæð er flísalagður vinnslusalur, hluti af salnum er viðbygging sem byggð var um árið 2000 að sögn seljanda. Vörulyfta gengur upp og niður úr vinnslusal í verslun og kjallara. 

Allar nánari upplýsingar veita:
Sigurður Samúelsson, lögg. fasteignasali s: 896-2312, [email protected] og 
Monika Hjálmtýsdóttir, lögg. fasteignasali og viðskfr. s: 823-2800, [email protected] 
Júlíus Jóhannson, lögg. fasteignasali, s: 823-2600, [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.