LANDMARK kynnir: Einstakt og vandað 4ra herbergja,
151,8 fm heilsárshús á 5.900 fm eignarlóð, nálægt bökkum Þingvallavatns, þangað sem er óhindrað útsýni. Húsið er hannað af Rut Kára. Einstaklega fallegt heilsárshús á þessu vinsæla svæði sem er aðeins í hálftíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Eigninni fylgir
116 fm vélageymsla á sérlóð sem er 3.900 fm, steinsnar frá húsinu. Samtals telur hið selda því 267,8 fm.
Möguleiki að kaupa húsið án vélageymslu.
*** Allar innréttingar sérsmíðaðar frá Hegg - íslenskt stuðlaberg á gólfum frá S. Helgasyni - borðplötur úr granít með leðuráferð - hiti í gólfum - hljóðkerfi frá Revox - öll loft með hljóðísogi - ljósleiðari er í húsinu og öryggiskerfi og öryggismyndavélar - Gert er ráð fyrir gestahúsi og heitum potti - gólfsíðir gluggar í stofu - Aukin lofthæð í húsinu - innfelld lýsing ***Forstofa er með góðum fataskápum og innfelldri lýsingu.
Eldhús og borðstofa eru í björtu, samliggjandi rými með
fallegu útsýni yfir Þingvallavatn. Vönduð innrétting frá Hegg ásamt stórri eyju með innfelldum vaski og helluborði. Vönduð tæki í eldhúsi.
Útgengt út á verönd úr borðstofu. Niður tvær tröppur er gengið í
stofuna með miklu útsýni til fjalla og yfir Þingvallavatn og þar er fallegur
Stuðlabergsarinn ásamt innbyggðum hirslum. Útgengt úr stofu út á verönd.
Svefnherbergin eru þrjú og er mjög gott skápapláss í hjónaherbergi. Innbyggð koja er í einu herberginu sem er með hirslum. Parketlagt svefnloft er í þakrými.
Baðherbergið er glæsilegt með fallegri innréttingu, handlaug úr grágrýti og steyptri sturtu með glervegg.
Þvottahúsið er rúmgott með góðu geymslu- og vinnurými. Útgengt þaðan út á lóð.
Rúmgott bílaplan er með blágrýtis brotmöl úr Lambafelli og þar eru steypt geymsluskýli. Hellulagt svæði er við húsið, em notað hefur verið til körfuboltaiðkunar og út frá stofu er verönd sem klædd er brasilískum harðvið,. Annars er lóðin að mestu leyti grasi gróin.
Vélageymslan er á 3900 fm sérlóð, í stuttri göngufjarlægð frá húsinu. Húsið er stálgrindarhús byggt á steyptum sökklum. Innkeyrsluhurðir eru á báðum göflum hússins með sjálfvirkum hurðaopnurum. Það er því möguleiki að skipta því tvennt. Terrazzo gólfefni er á húsinu. Rafmagn er komið í húsið en vatn er komið að lóðarmörkum. Varmadæla er í húsinu. Gert er ráð fyrir salerni og sturtu í húsinu og búið er að kaupa rotþró.
Veiðiréttur í Þingvallavatni fylgir hverri lóð gegn greiðslu árlegs gjalds í Veiðifélag Þingvallavatns skv. gildandi gjaldskrá hverju sinni. Hverri lóð fylgir leyfi til að sigla bátum og vatnaköttum. Stórkostlegt er að stunda vatnasund í tæru Þingvallavatni en hætta er á lofthræðslu þegar komið er á mikið dýpi. Gönguskíðabrautir eru troðnar í þjóðgarðinum á veturna sem skemmtilegt er að ganga. Einnig er skemmtilegt að ganga á utanbrautar skíðum á Skjaldbreiður og fellinn í kringum Þingvallavatn. Svæðið er paradís gönguhrólfa þar sem óteljandi gönguleiða er á svæðinu. Skemmtilegar hjólaleiðir eru á svæðinu bæði þar sem hjólað er á malbiki og fáförnum malarvegum. Gott er að geyma snjósleða í vélageymslunni og bruna beint úr skúrnum og upp á heiðar.
_____________________
Nánari upplýsingar veita:
Sigurður Samúelsson Lgf í síma 896-2312, [email protected]
Freyja Rúnarsdóttir Lgf í síma 694-4112, [email protected]
----------------------------------------------------- Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat