Júlíus Jóhannsson
Löggiltur fasteignasali

Ég er löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali og meðeigandi á Landmark fasteignamiðlun.

Ég hef starfað við fagið allt frá árinu 1997 og sérhæfi mig í sölu á bæði íbúðar- og atvinnuhúsum.

Ég hef gríðarlegan áhuga á bæði fólki og fasteignum og finnst fátt skemmtilegra en að láta ljós mitt skína sem lipur samningamaður.

Ég er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki en á ættir að rekja til Vestfjarða og Eyjafjarðar. Talað er um að Skagfirðingar séu lífsglaðir, Eyfirðingar stoltir og Vestfirðingar vinnusamir. Sjálfur legg ég mig fram við að bera alla þessa kosti og meira til!

Ég hef búið í Grafarholti frá árinu 2004, er kvæntur Moniku Hjálmtýsdóttur fasteignasala og saman eigum við þrjá drengi.

Ég er í Félagi fasteignasala - www.ff.is