Monika Hjálmtýsdóttir
Löggiltur fasteignasali, viðskiptafr. BSc

Ég er löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, viðskiptafræðingur og meðeigandi á Landmark fasteignamiðlun.

Ég hef starfað sem fasteignasali frá árinu 2012 og nýt þess að vinna með kaupendum og seljendum á þeirra mikilvægu tímamótum sem fasteignaviðskipti jafnan eru.

Góð samskipti, vinnusemi og fagleg samningagerð eru mínar áherslur.

Ég er fædd í Gautaborg en þar fyrir utan hef ég alltaf búið í Reykjavík. Ég er gift Júlíusi Jóhannssyni stoltum Skagfirðingi og fasteignasala og saman eigum við þrjá drengi. 

Ég er formaður Félags fasteignasala (2023-) og hef setið í stjórn FF frá árinu 2017. www.ff.is

Ég er kennari námskeiðs í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala um sölu atvinnuhúsa á vegum endurmenntunar Háskóla Íslands (2019-).